9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. nóvember 2013 kl. 08:40


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:40
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir JÞÓ, kl. 08:45
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:40
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:40
Róbert Marshall (RM) fyrir BP, kl. 08:49
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:45
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:40

KG var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:40
Fundargerðir 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana. Kl. 08:45
Á fundinn komu Ragnhildur Arnljótsdóttir frá forsætisráðuneyti, Einar Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ragnhildur Hjaltadóttir frá innanríkisráðuneyti. Formaður greindi frá því að nefndin væri að hefja yfirferð yfir mál sem sprottið hefði af uppljóstrunum Edwards Snowdens og símahlerunum þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Ráðuneytisstjórarnir sögðu engar vísbendingar væru um samstarf íslenskra aðila við NSA en tóku vel í samstarf við nefndina í komandi starfi.

Formaður óskaði eftir að nefndin fengi minnisblöð um málið.

3) Önnur mál Kl. 09:58
Formaður minnti á næsta opna fund nefndarinnar 8. nóv. vegna umfjöllunar nefndarinnar með Halli Magnússyni, fyrrverandi sviðsstjóra Íbúðalánasjóðs og fund með Sigurði Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð.

Fundi slitið kl. 10:00